Algengar spurningar

Hversu fljótt get ég byrjað í áskrift?

Þú getur byrjað um leið og þú hefur keypt áskriftina og búin að svara stuttun spurningarlista sem birtist þér í appinu. Þú færð aðgang að appinu innan við sólarhring frá því að þú skráir þig.

Er prógrammið sérsniðið að mér?

Train With Marit prógrammið er með tilbúið 12 vikna æfingaprógram með mismunandi þema hverju sinni. Prógrammið er hannað þannig að þú getur aðlagað það að þér og þinni getu, þú getur jafnvel skipt út æfingum sem henta þér ekki og valið aðrar í staðinn.

Næringin er algjörlega sérsniðin að þér. Þú færð formúluna til að reikna út næringargildin út frá þínum markmiðum og fylgir þeim.

Hvernig fara greiðslur fram?

Þú kaupir fyrsta mánuð í áskrift hér í gegnum síðuna (greiðslukort/apple pay). Allar greiðslur í framhaldinu eru sendar mánaðarlega í heimabankann þinn.

Einnig hægt að semja um millifærslu sé þess óskað.

Hvernig virkar vikulega stöðumatið?

Í hverri viku skilar þú inn stöðumati í gegnum appið til að hámarka árangur þinn, sem inniheldur:

  • Svör við nokkrum spurningum varðandi almenna heilsu og líðan
  • Svör við spurningum varðandi hreyfingu og næringu síðastliðna viku, t.d. á skalanum 1-10 (hungur, endurheimt, svefngæði o.s.frv.)
  • Markmiðasetning
  • Myndir
  • Líkamsmælingar
  • Annað sem þú vilt koma á framfæri

Þjálfari fer svo yfir og sendir svar í formi myndbands ef stöðumati er skilað inn á réttum tíma.