Train With Marit - Busy Girl Edition

19.900 kr
Taxes included.
Details
Þráir þú að ná hreyfingu og næringu í rútínu en finnst þú alltaf vera að kafna og aldrei hafa tíma í það og gefst alltaf upp á endanum? Hljómar kunnulega.
Komdu og æfðu með mér!
Ég heiti Marit, ég er mamma og sjálfstætt starfandi svo það er heldur betur nóg að gera. En ég er LOKSINS búin að mastera busy girl rútínuna og bjó þess vegna til prógrammið Train With Marit - Busy Girl Edition, til að hjálpa ykkur busy skvísum að ná markmiðunum sem ykkur dreymir um að ná!
Hvort sem þú ert í vinnu, skóla, átt börn, eða jafnvel allt af þessu þá getur þú náð árangri með mér!
Við vinnum með stuttar og hnitmiðaðar æfingar, og þó prógrammið sé ræktarprógram þá færðu einnig nokkrar heimaæfingar líka til að grípa í þegar það koma þannig dagar að þú hafir einungis korter til að taka æfingu! Engin vandamál - bara lausnir!
Þú lærir "flexible dieting" og getur haldið áfram að borða uppáhalds matinn þinn með því að læra að láta hann passa inn í næringargildin þín.
Einnig skilar þú inn vikulegu stöðumati til að hámarka árangur þinn í þjálfun.
Það skemmtilegasta er að þú gerir með nákvæmlega sömu æfingar og ég, og getur fylgst með mér á instagram á hverjum degi til að vera samferða mér og halda þér við efnið!
Þetta er 12 vikna prógram (frá janúar til mars) og eftir það breytist áhersla/þema prógramsins úr Busy Girl Edition yfir í annað nýtt og spennandi!
Byrjaðu nýja árið með stæl - skráðu þig og vertu með!

ATH:
  • Við byrjum á mánudaginn 5. janúar 2026!
  • Uppgefið verð miðast við hvern mánuð
  • Prógrammið er í 3ja mánaða bindingu
  • 18 ára aldurstakmark

Prógrammið hentar þér ef:
  • Þú vilt æfa í ræktinni (stuttar æfingar)
  • Þú vilt byggja upp vöðva og verða sterkari
  • Þú vilt stækka rassinn og tóna kviðinn
  • Þú vilt auka sjálfstraust og líða betur í eigin líkama
  • Þú vilt bæta næringuna og meltinguna
  • Þú vilt verða orkumeiri
  • Þú ert tilbúin að fylgja næringargildum
  • Þú ert tilbúin að gera breytingar á venjum og hugarfari og leggja þig alla fram í prógrammið
  • Þú vilt læra að reikna út þín eigin macros
Prógrammið hentar þér ekki ef:
  • Þú átt ekki kort í líkamsrækt
  • Þú ert með alvarleg meiðsli
  • Þú vilt ekki byggja upp vöðvamassa
  • Þú vilt ekki stækka rassinn
  • Þú vilt ekki gera breytingar á rútínu og hugarfari
  • Þú ert með endalausar afsakanir
  • Þú ert ólétt eða liðnar minna en 12 vikur frá fæðingu

 

Innifalið í prógramminu er:
  • Aðgangur að appi þar sem þjálfunin fer fram
  • 12 vikna æfingaplan (með kennslumyndböndum)
  • Val um 3-4 æfingar á viku með aðaláherslu á rass, bak og kvið, en við vinnum líka með allan líkamann.
  • Næringarþjálfun (formúlan til að reikna út eigin macros, kennsla á vigtun og skráningu, uppskriftir o.fl.)
  • Vikulegt stöðumat og yfirför frá þjálfara (til að hámarka árangur)
  • Skjal til að skrá inn daglegar venjur
  • Aðgangur að allri fræðslu, uppskriftum og vikulegum peppmyndböndum