Þjálfarinn þinn
Hæ elsku! Ég heiti Marit og er þjálfari og stofnandi/eigandi Move With Marit.
Ég útskrifaðist sem IPT (international personal trainer) árið 2021 og hef undanfarin ár þjálfað fólk á öllum aldri, í einkaþjálfun, fjarþjálfun og jafnvel keppnisþjálfun.
Ég þjálfa einungis konur með það aðalmarkmið að verða sterkari og byggja upp vöðvamassa, samhliða því að lækka fituhlutfall. Ég sérhæfi mig í æfingum fyrir neðri hluta líkamans (þá sérstaklega rassvöðva) og býð bæði upp á ræktarplön og heimaæfingar.
Sjálf hef ég unnið í uppbyggingu síðastliðin ár og á mínum yngri árum hafði ég lítið sjálfstraust og lélega líkamsímynd og hafði alla ævi heyrt hvað ég væri "lítil og horuð". Mig langar að hjálpa konum í sömu sporum að byggja upp sinn draumalíkama og upplifa sjálfsöryggi.
Árið 2023 fékk ég besta hlutverk í heimi að verða mamma og eftir það hef ég einnig sérhæft mig því í heimaæfingum fyrir mömmur sem hafa lítinn tíma fyrir sig sjálfar en vilja koma hreyfingunni inn í rútínuna, styrkjast og líða betur í eigin líkama eftir barneignir. Ég hannaði Muscle Mamas prógrammið sérstaklega fyrir þennan markhóp. Einnig tek ég að mér að þjálfa konur á meðgöngu.
Mér finnst fátt meira gefandi heldur en að aðstoða fólk við að bæta heilsu, sjálfsöryggi og vellíðan og legg mig alla fram fyrir hvern einasta kúnna sem kemur til mín í þjálfun ❤️
Ef þú ert með einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við mig hér í gegnum síðuna, á samfélagsmiðlum eða á netfangið movewmarit@gmail.com