Kúnni eftir 3 ár í þjálfun
"Hjálpaði mér að komast í mitt flottasta form"
Ég var í þjálfun hjá Marit í tæp 3 ár, bæði í einkaþjálfun, fjarþjálfun sem og keppnisþjálfun.
Þegar ég byrjaði var ég með mikinn misstyrk, lélegt samræmi og líkamsstöðu, lítið sjálfsöryggi og lélegt úthald.
Hún lagði sig alla fram við að sinna mér sem allra best. T.d. að hjálpa mér með lyftingar, læra inná og bæta næringu, endalaust pepp og stuðningur, bæta líðan og allt þar á milli. Hún leggur mikinn metnað í gæði æfinga og eru æfingaplönin hennar vel sett upp, raunsæ, skiljanleg og skemmtileg.
Framhald
Dáist af því hversu mikinn áhuga og hve gaman hún hefur af þessu starfi. Ég fékk alltaf fullan stuðning, eftirfylgni og skilning frá henni!
✨️Hún hjálpaði mér að komast í mitt flottasta form og verða sjálfsörugg.
✨️Bætti styrk minn umtölunarvert.
✨️Úthaldið mitt varð endalaust.
✨️Gerði mér kleyft að uppfylla öll mín markmið sem við settum mér fyrir.
✨️Hreyfigeta og líkamsbeiting fór úr algjöru hakki yfir í yfirburðar getu, beitingu og liðleika.
Í stuttu máli þá er Marit topp þjálfari, stuðningur og peppari. Hún sá alltaf til þess að mér liði vel líkamlega sem og andlega, ýtti mér áfram þegar ég þurfti og hélt mér á jörðinni þegar ég spólaði of hratt.
Betri þjálfara er ekki hægt að finna!
- Hulda (2024)
    
    Umsagnir um FJARÞJÁLFUN PRO
SKOÐA FJARÞJÁLFUN PRO- 
            
"Svo gott að byrja að hreyfa mig aftur eftir veikindin, og svo ómetanlegt og hvetjandi að vita af því að þú ert að athuga með mann og hvetja mann áfram þegar æfingarnar detta út hjá manni!"
 - 
            
"Ég er svo sjúklega stolt af sjálfri mér og svo sjúklega ánægð með þjálfunina, er gjörsamlega í skýjunum! Þú ert falinn fjarsjóður í þjálfaraheiminum"
 - 
            
Er farin að finna og sjá svo mikinn mun á mér líkamlega og andlega og ég er svo þakklát fyrir hvatninguna og aðhaldið sem þú hefur veitt mér síðustu vikur, þú ert klárlega í réttum bransa!"
 
    
    Muscle Mamas
SKOÐA MUSCLE MAMAS- 
            
"Það besta við þetta prógram finnst mér vera þessi notalegu jákvæðu samskipti, pepp og hrós eftir æfingar! Það skiptir mig í alvörunni svo miklu máli!"
 - 
            
"Æfingarnar eru margfalt fjölbreyttari en ég hélt að heimaæfingar gætu orðið og næringarlegu markmiðin skýr og viðráðanleg. Þetta prógram var bara akkúrat það sem ég þurfti til að koma mér aftur í gang og komast í betra form - finn mig styrkjast á hverjum degi!"
 - 
            
"Takk elsku besta Marit! Þú ert algjörlega búin að bjarga mér og geðheilsunni minni og ég trúi ekki að hreyfingin sé komin í rútínu þó ég eigi 3 börn! Þetta prógram er æði og ég mæli 100% með!"
- Helga (2025)
 
    
    Muscle Mamas
SKOÐA MUSCLE MAMAS- 
            
"Muscle Mamas prógrammið gerði virkilega mikð fyrir mig og ég er svo þakklát að hafa slegið til og verið með. Marit er svo ótrúlega mikill fagmaður í öllu sem hún gerir og hlýja og góða viðmótið og peppið sem hún mætir manni alltaf með gerir þetta svo miklu auðveldara!
Hreyfing er loksins aftur orðinn fastur partur af rútínunni minni og það er 100% Marit og Muscle Mamas að þakka. Gæti ekki mælt meira með þessu prógrammi."
- Sigga (2024)
 - 
            
"Mér fannst þetta bara algjör snilld! Allt mjög skýrt og gott að geta lesið leiðbeiningar og séð myndbönd af æfingunum. Mjög stór plús fyrir mömmur með allt í steik eftir fæðingu að hafa möguleika á að aðlaga prógrammið eftir getu, t.d. til að reyna minna á grindarbotninn."
 - 
            
"Elska hvað æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar og hvað þær taka vel á! Þvílík snilld að líða eins og maður hafi gert helling en samt eru þetta bara hálftíma æfingar og taka enga stund - algjör snilld fyrir busy mömmu eins og mig."
- Sandra (2025)